Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði stökkbreytist í lag Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 14:28 Myndin, eða lagið, sem fer nú sem eldur um sinu um internetið. Haukur Sigurðsson Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira