Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur. Vísir/Óskar Friðriksson Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00
Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00
Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00