Líbanir kjósa þing í fyrsta skipti frá 2009 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 17:00 Þessi kjósandi klæðist gulum lit til að sýna stuðning sinn við Hezbollah-samtökin. Vísir/AP Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma. Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma.
Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00