Líbanir kjósa þing í fyrsta skipti frá 2009 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 17:00 Þessi kjósandi klæðist gulum lit til að sýna stuðning sinn við Hezbollah-samtökin. Vísir/AP Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma. Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma.
Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00