Tvísýnt um kjarasamninga kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 08:45 Framhaldsskólakennari segir að jafnvel þótt kennarar kenni sama námsefnið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. Beita þurfi ólíkum aðferðum eftir hópum, jafnvel þótt námsefnið sé það sama. Fréttablaðið/Eyþór „Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“ Kjaramál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“
Kjaramál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira