Ætlar ekki að standa og falla með ákvörðunum annarra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2018 08:30 Finnur Freyr Stefánsson Fréttablaðið/Sigtryggur ari Fimm ár eru síðan Finnur Freyr Stefánsson tók við þjálfun karlaliðs KR í körfubolta. Og með því hófst mesta velgengnisskeiðið í sögu félagsins. Á þessum fimm árum hefur KR unnið 11 stóra titla, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Sá síðasti kom í hús eftir sigur á Tindastóli, 89-73, í DHL-höll þeirra KR-inga um síðustu helgi. Síðasta liðið til að vinna fimm Íslandsmeistaratitla í röð var ÍR á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Afrek KR-inga er því stórt og mikið. Með Íslandsmeistaratitlunum fimm er Finnur orðinn sigursælasti þjálfarinn í karlaboltanum ásamt Sigurði Ingimundarsyni, allavega frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1984. Fáir utan póstnúmersins 107 vissu hver Finnur var þegar hann var ráðinn þjálfari KR 2013 en nú er þessi 34 ára gamli Vesturbæingur þekkt kennileiti á landakorti íslenskra íþrótta. „Ég var bara spenntur. Eftir að ég sneri mér að þjálfun varð þetta fljótlega draumastarfið. Þetta er mitt félag og fyrir mér er þetta stærsta starfið í körfuboltanum á Íslandi. Þetta var risastórt fyrir mig og ég var ólmur að sanna mig,“ sagði Finnur þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli í vikunni. Verið var að undirbúa fund í félagsheimili KR með tilheyrandi skarkala og því var viðtalið tekið inni í bikarherbergi KR sem er stundum kallað sálin í félaginu. Og það var þar sem Finni var boðið draumastarfið fyrir fimm árum. Tímabilið 2012-13 var erfitt hjá KR. Leit að þjálfara gekk illa og á endanum tók Helgi Már Magnússon við sem spilandi þjálfari. Seinni hluta tímabils var Finnur fenginn til að létta undir með Helga og að því loknu tók hann svo við liðinu, þá á 30. aldursári, yngri en nokkrir leikmenn þess. Að eigin sögn var ferill Finns sem leikmaður rislítill og hann ákvað snemma að hella sér út í þjálfun. Hann þjálfaði yngri flokka hjá KR, bæði karla og kvenna, um margra ára skeið, og kom ungur inn í þjálfarateymi karlaliðsins.Hæfileikarnir ekki til staðar „Ég grínast oft með það að ég er einn af fáum þjálfurum, sem voru ekki leikmenn, og viðurkenni að ég gat aldrei neitt í körfubolta,“ segir Finnur heiðarlegur. „Ég var duglegur og áhugasamur, lagði mig fram í vörn og það var kjaftur á mér, en hæfileikarnir voru ekki miklir. Sumarið 2004 var ég í kringum meistaraflokkinn og reyndi að vera með; tvítugur gutti geltandi og með læti án þess að geta nokkurn skapaðan hlut. Herbert Arnarson [þáverandi þjálfari KR] áttaði sig fljótt á því að ég gerði örugglega meira ógagn en gagn á æfingum þannig að hann spurði hvort ég vildi ekki vera með sér sem aðstoðarþjálfari,“ segir Finnur sem var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fjögur ár. Hann þjálfaði svo kvennalið KR tímabilið áður en hann tók við karlaliðinu. Lærifeðurnir í KR Finnur var hálfgert húsgagn í KR-heimilinu eins og hann segir sjálfur og hann drakk í sig þekkingu frá þeim fjölmörgu færu þjálfurum sem hafa starfað hjá félaginu. „Á þessum tíma, þegar það voru engin námskeið eða leiðir til að mennta sig, horfði maður á fólkið í kringum sig. Ég er gríðarlega heppinn að hafa alist upp í kringum mjög hæfa þjálfara í KR. Menn eins og Benna [Benedikt Guðmundsson] og Inga [Þór Steinþórsson]. Ósvaldur Knudsen var fyrsti þjálfarinn minn. Herbert tók mig inn. Bojan Desnica kom með nýja vinkla frá Serbíu. Og Stefán Arnarson sem þjálfaði í yngri flokkunum hérna. Ég á þeim mikið að þakka,“ segir Finnur. „Maður tínir hluti ofan í sína eigin körfu. Ég tek suma hluti frá Benna, suma hluti frá Inga o.s.frv. Maður sér hluti sem maður vill gera og sem maður vill ekki gera og reynir líka að læra af mistökum annarra. Þannig mótast sjálfsmynd manns sem þjálfara. Ég væri ekkert hérna í dag ef ekki væri fyrir þessa frábæru þjálfara sem ég nefndi.“ En þurfti Finnur að sanna sig fyrir leikmannahópi KR þegar hann tók við liðinu, í ljósi aldurs, lítillar reynslu og þess að hann hafði engan bakgrunn sem leikmaður? „Að einhverju leyti. Ég var langt frá því að vera elstur og þarna voru leikmenn með mikla reynslu. En það hjálpaði mér að ég var í kringum KR-liðið 2004-08 og þekkti nokkra leikmenn,“ segir Finnur sem nálgaðist hlutina á annan hátt þegar hann tók við karlaliðinu. Hætti með „Playstation“ þjálfun „Maður þjálfaði allt öðruvísi en maður hafði þjálfað áður. Maður var aggressívur á hliðarlínunni og á æfingum. Ég þjálfaði kvennaliðið árið áður og það var svolítil „Playstation“ þjálfun þar sem ég reyndi að stýra öllu. En þarna er ég með alla þessa reynslubolta. Ég tók tvö skref aftur á bak og leyfði þeim að hafa áhrif á það sem við gerðum. Ég ætlaði ekki að koma inn sem ungur strákur og þykjast vita meira en þeir. Ég vissi að eina leiðin til að þetta myndi virka væri ef þeir væru með mér í liði.“ Krafan hjá KR er alltaf mjög einföld; að vera númer eitt. Félagið þrífst á árangri og væntingarnar eru ávallt miklar. Utan frá séð hefur þjálfari KR alltaf öllu að tapa, ekki allt að vinna. „Í svona 0,1 sekúndu öfundar maður stundum þá sem eru með lið sem geta tapað og samt er allt frábært. En í öll hin skiptin vill maður frekar vera í þessari stöðu. Það þýðir ekkert að spá í allt sem getur farið úrskeiðis og hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Ég sagði það strax við stjórnarfólkið að ég myndi gera hlutina eins og ég vildi og ef það væri ósátt yrði það að reka mig. Ég ætla ekki að standa og falla með ákvörðunum annarra,“ segir hann. Það gekk á ýmsu hjá KR á nýafstöðnu tímabili sem Finnur segir það langerfiðasta síðan hann tók við liðinu. Eftir að hafa orðið deildarmeistarar fjögur ár í röð enduðu KR-ingar í 4. sæti Domino's-deildarinnar sem er versti árangur liðsins síðan 2013. Meiðsladraugurinn ásótti KR og leitin að rétta Bandaríkjamanninum gekk brösuglega. Tankurinn var tómur „Það var gríðarlega mikið um meiðsli og meira um alvarleg meiðsli en áður. Svo fann maður að það var þreyta í allri umgjörð. Ég var sjálfur búinn að fara í gegnum hvert tímabilið á fætur öðru með sumarið undirlagt af landsliðsverkefnum,“ segir Finnur sem hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins undanfarin ár auk þess að þjálfa U-20 ára liðið. „Tankurinn varð tómur mjög fljótt í vetur. Síðustu mánuðina hefur maður verið á síðustu gufunum að reyna að koma sjálfum sér í gegnum þetta. Maður sér loksins fram á að komast í smá frí, ná andanum og átta sig á þessu öllu.“Fengu líflínu gegn Haukum Í úrslitakeppninni byrjaði KR á því að slá Njarðvík úr leik, 3-0. Í undanúrslitunum mættu Vesturbæingar deildarmeisturum Hauka sem unnu fyrsta leikinn og voru sex stigum yfir þegar tæp mínúta var eftir í öðrum leiknum. En Haukar réttu KR-ingum litla putta sem reyndist dýrkeypt. KR jafnaði og vann í framlengingu. „Við höfðum verið í vandræðum með Hauka og þeir henta okkur illa. Við spiluðum ekki vel í öðrum leiknum en sýndum gamla takta undir lokin. Eftir það varð hugarfarsbreyting hjá okkur. Við vorum ekki að fara að gera þetta á hæfileikunum einum saman. Við þurftum að finna leiðir til að skáka liðunum sem voru ferskari, hraðari og að vissu leyti hungraðri en við. Við vorum skipulagðir, unnum mikið í andlega þættinum og einbeittum okkur að því að halda leikjunum jöfnum fram í 4. leikhluta og því þá myndi reynsla okkar telja,“ segir Finnur. KR vann einvígið við Hauka 3-1 og komst í úrslitin þar sem Tindastóll beið. KR og Tindastóll mættust einnig í bikarúrslitaleiknum þar sem Stólarnir unnu stórsigur, 96-69. KR-ingar náðu hins vegar fram hefndum í úrslitaeinvíginu sem þeir unnu 3-1. Baráttan við hungrið Finnur segir erfitt að viðhalda hungrinu á meðan á svona langri sigurgöngu stendur. „Ég man þegar ég vann fyrsta leikinn minn sem þjálfari karlaliðsins, gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur á útivelli. Mér fannst það frábær tilfinning. Mér er illa við að líkja íþróttum við fíkniefni en menn þurfa alltaf stærri og stærri skammta til að svala þörfinni. Þetta er kannski bara mannlegt. Á einhverjum tímapunkti hættir það að vinna deildarleik að vera nóg. En þegar í úrslitakeppnina var komið var hvatningin ekki lengur vandamál. Þá sér maður ljósið í endanum á göngunum og hver einasti sigur byrjar að telja meira.“ En hvað tekur við hjá fimmföldum Íslandsmeistara? Er hann klár í enn eina titilvörnina? „Ég lofaði sjálfum mér því, þegar ég var orðinn þreyttur, að þessari spurningu myndi ég ekki svara næsta mánuðinn. Við sjáum hvað gerist.Útlönd heilla Eins og áður kom fram álítur hann starfið hjá KR það stærsta á Íslandi og því er erfitt að komast í betra starf hér á landi. Finnur segist hafa leitt hugann að þjálfun erlendis en bætir við að leiðin þangað sé ekki greiðfær. „Ég viðurkenni að ég hef litið í kringum mig og það hafa komið einhverjir hlutir sem maður hefur skoðað. Þessi þjálfaraheimur er erfiður en ef mér býðst eitthvað skemmtilegt hoppa ég á það,“ segir Finnur. En getur hann hugsað sér að þjálfa annað lið á Íslandi en KR? „Já, auðvitað. Ég hef ekki gert annað en að þjálfa undanfarin ár og þegar þú ert fyrirvinnan á heimilinu þarftu að vinna. Ég er og verð alltaf KR-ingur en sú áskorun að þjálfa annars staðar kemur seinna.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Fimm ár eru síðan Finnur Freyr Stefánsson tók við þjálfun karlaliðs KR í körfubolta. Og með því hófst mesta velgengnisskeiðið í sögu félagsins. Á þessum fimm árum hefur KR unnið 11 stóra titla, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Sá síðasti kom í hús eftir sigur á Tindastóli, 89-73, í DHL-höll þeirra KR-inga um síðustu helgi. Síðasta liðið til að vinna fimm Íslandsmeistaratitla í röð var ÍR á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Afrek KR-inga er því stórt og mikið. Með Íslandsmeistaratitlunum fimm er Finnur orðinn sigursælasti þjálfarinn í karlaboltanum ásamt Sigurði Ingimundarsyni, allavega frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1984. Fáir utan póstnúmersins 107 vissu hver Finnur var þegar hann var ráðinn þjálfari KR 2013 en nú er þessi 34 ára gamli Vesturbæingur þekkt kennileiti á landakorti íslenskra íþrótta. „Ég var bara spenntur. Eftir að ég sneri mér að þjálfun varð þetta fljótlega draumastarfið. Þetta er mitt félag og fyrir mér er þetta stærsta starfið í körfuboltanum á Íslandi. Þetta var risastórt fyrir mig og ég var ólmur að sanna mig,“ sagði Finnur þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli í vikunni. Verið var að undirbúa fund í félagsheimili KR með tilheyrandi skarkala og því var viðtalið tekið inni í bikarherbergi KR sem er stundum kallað sálin í félaginu. Og það var þar sem Finni var boðið draumastarfið fyrir fimm árum. Tímabilið 2012-13 var erfitt hjá KR. Leit að þjálfara gekk illa og á endanum tók Helgi Már Magnússon við sem spilandi þjálfari. Seinni hluta tímabils var Finnur fenginn til að létta undir með Helga og að því loknu tók hann svo við liðinu, þá á 30. aldursári, yngri en nokkrir leikmenn þess. Að eigin sögn var ferill Finns sem leikmaður rislítill og hann ákvað snemma að hella sér út í þjálfun. Hann þjálfaði yngri flokka hjá KR, bæði karla og kvenna, um margra ára skeið, og kom ungur inn í þjálfarateymi karlaliðsins.Hæfileikarnir ekki til staðar „Ég grínast oft með það að ég er einn af fáum þjálfurum, sem voru ekki leikmenn, og viðurkenni að ég gat aldrei neitt í körfubolta,“ segir Finnur heiðarlegur. „Ég var duglegur og áhugasamur, lagði mig fram í vörn og það var kjaftur á mér, en hæfileikarnir voru ekki miklir. Sumarið 2004 var ég í kringum meistaraflokkinn og reyndi að vera með; tvítugur gutti geltandi og með læti án þess að geta nokkurn skapaðan hlut. Herbert Arnarson [þáverandi þjálfari KR] áttaði sig fljótt á því að ég gerði örugglega meira ógagn en gagn á æfingum þannig að hann spurði hvort ég vildi ekki vera með sér sem aðstoðarþjálfari,“ segir Finnur sem var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fjögur ár. Hann þjálfaði svo kvennalið KR tímabilið áður en hann tók við karlaliðinu. Lærifeðurnir í KR Finnur var hálfgert húsgagn í KR-heimilinu eins og hann segir sjálfur og hann drakk í sig þekkingu frá þeim fjölmörgu færu þjálfurum sem hafa starfað hjá félaginu. „Á þessum tíma, þegar það voru engin námskeið eða leiðir til að mennta sig, horfði maður á fólkið í kringum sig. Ég er gríðarlega heppinn að hafa alist upp í kringum mjög hæfa þjálfara í KR. Menn eins og Benna [Benedikt Guðmundsson] og Inga [Þór Steinþórsson]. Ósvaldur Knudsen var fyrsti þjálfarinn minn. Herbert tók mig inn. Bojan Desnica kom með nýja vinkla frá Serbíu. Og Stefán Arnarson sem þjálfaði í yngri flokkunum hérna. Ég á þeim mikið að þakka,“ segir Finnur. „Maður tínir hluti ofan í sína eigin körfu. Ég tek suma hluti frá Benna, suma hluti frá Inga o.s.frv. Maður sér hluti sem maður vill gera og sem maður vill ekki gera og reynir líka að læra af mistökum annarra. Þannig mótast sjálfsmynd manns sem þjálfara. Ég væri ekkert hérna í dag ef ekki væri fyrir þessa frábæru þjálfara sem ég nefndi.“ En þurfti Finnur að sanna sig fyrir leikmannahópi KR þegar hann tók við liðinu, í ljósi aldurs, lítillar reynslu og þess að hann hafði engan bakgrunn sem leikmaður? „Að einhverju leyti. Ég var langt frá því að vera elstur og þarna voru leikmenn með mikla reynslu. En það hjálpaði mér að ég var í kringum KR-liðið 2004-08 og þekkti nokkra leikmenn,“ segir Finnur sem nálgaðist hlutina á annan hátt þegar hann tók við karlaliðinu. Hætti með „Playstation“ þjálfun „Maður þjálfaði allt öðruvísi en maður hafði þjálfað áður. Maður var aggressívur á hliðarlínunni og á æfingum. Ég þjálfaði kvennaliðið árið áður og það var svolítil „Playstation“ þjálfun þar sem ég reyndi að stýra öllu. En þarna er ég með alla þessa reynslubolta. Ég tók tvö skref aftur á bak og leyfði þeim að hafa áhrif á það sem við gerðum. Ég ætlaði ekki að koma inn sem ungur strákur og þykjast vita meira en þeir. Ég vissi að eina leiðin til að þetta myndi virka væri ef þeir væru með mér í liði.“ Krafan hjá KR er alltaf mjög einföld; að vera númer eitt. Félagið þrífst á árangri og væntingarnar eru ávallt miklar. Utan frá séð hefur þjálfari KR alltaf öllu að tapa, ekki allt að vinna. „Í svona 0,1 sekúndu öfundar maður stundum þá sem eru með lið sem geta tapað og samt er allt frábært. En í öll hin skiptin vill maður frekar vera í þessari stöðu. Það þýðir ekkert að spá í allt sem getur farið úrskeiðis og hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Ég sagði það strax við stjórnarfólkið að ég myndi gera hlutina eins og ég vildi og ef það væri ósátt yrði það að reka mig. Ég ætla ekki að standa og falla með ákvörðunum annarra,“ segir hann. Það gekk á ýmsu hjá KR á nýafstöðnu tímabili sem Finnur segir það langerfiðasta síðan hann tók við liðinu. Eftir að hafa orðið deildarmeistarar fjögur ár í röð enduðu KR-ingar í 4. sæti Domino's-deildarinnar sem er versti árangur liðsins síðan 2013. Meiðsladraugurinn ásótti KR og leitin að rétta Bandaríkjamanninum gekk brösuglega. Tankurinn var tómur „Það var gríðarlega mikið um meiðsli og meira um alvarleg meiðsli en áður. Svo fann maður að það var þreyta í allri umgjörð. Ég var sjálfur búinn að fara í gegnum hvert tímabilið á fætur öðru með sumarið undirlagt af landsliðsverkefnum,“ segir Finnur sem hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins undanfarin ár auk þess að þjálfa U-20 ára liðið. „Tankurinn varð tómur mjög fljótt í vetur. Síðustu mánuðina hefur maður verið á síðustu gufunum að reyna að koma sjálfum sér í gegnum þetta. Maður sér loksins fram á að komast í smá frí, ná andanum og átta sig á þessu öllu.“Fengu líflínu gegn Haukum Í úrslitakeppninni byrjaði KR á því að slá Njarðvík úr leik, 3-0. Í undanúrslitunum mættu Vesturbæingar deildarmeisturum Hauka sem unnu fyrsta leikinn og voru sex stigum yfir þegar tæp mínúta var eftir í öðrum leiknum. En Haukar réttu KR-ingum litla putta sem reyndist dýrkeypt. KR jafnaði og vann í framlengingu. „Við höfðum verið í vandræðum með Hauka og þeir henta okkur illa. Við spiluðum ekki vel í öðrum leiknum en sýndum gamla takta undir lokin. Eftir það varð hugarfarsbreyting hjá okkur. Við vorum ekki að fara að gera þetta á hæfileikunum einum saman. Við þurftum að finna leiðir til að skáka liðunum sem voru ferskari, hraðari og að vissu leyti hungraðri en við. Við vorum skipulagðir, unnum mikið í andlega þættinum og einbeittum okkur að því að halda leikjunum jöfnum fram í 4. leikhluta og því þá myndi reynsla okkar telja,“ segir Finnur. KR vann einvígið við Hauka 3-1 og komst í úrslitin þar sem Tindastóll beið. KR og Tindastóll mættust einnig í bikarúrslitaleiknum þar sem Stólarnir unnu stórsigur, 96-69. KR-ingar náðu hins vegar fram hefndum í úrslitaeinvíginu sem þeir unnu 3-1. Baráttan við hungrið Finnur segir erfitt að viðhalda hungrinu á meðan á svona langri sigurgöngu stendur. „Ég man þegar ég vann fyrsta leikinn minn sem þjálfari karlaliðsins, gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur á útivelli. Mér fannst það frábær tilfinning. Mér er illa við að líkja íþróttum við fíkniefni en menn þurfa alltaf stærri og stærri skammta til að svala þörfinni. Þetta er kannski bara mannlegt. Á einhverjum tímapunkti hættir það að vinna deildarleik að vera nóg. En þegar í úrslitakeppnina var komið var hvatningin ekki lengur vandamál. Þá sér maður ljósið í endanum á göngunum og hver einasti sigur byrjar að telja meira.“ En hvað tekur við hjá fimmföldum Íslandsmeistara? Er hann klár í enn eina titilvörnina? „Ég lofaði sjálfum mér því, þegar ég var orðinn þreyttur, að þessari spurningu myndi ég ekki svara næsta mánuðinn. Við sjáum hvað gerist.Útlönd heilla Eins og áður kom fram álítur hann starfið hjá KR það stærsta á Íslandi og því er erfitt að komast í betra starf hér á landi. Finnur segist hafa leitt hugann að þjálfun erlendis en bætir við að leiðin þangað sé ekki greiðfær. „Ég viðurkenni að ég hef litið í kringum mig og það hafa komið einhverjir hlutir sem maður hefur skoðað. Þessi þjálfaraheimur er erfiður en ef mér býðst eitthvað skemmtilegt hoppa ég á það,“ segir Finnur. En getur hann hugsað sér að þjálfa annað lið á Íslandi en KR? „Já, auðvitað. Ég hef ekki gert annað en að þjálfa undanfarin ár og þegar þú ert fyrirvinnan á heimilinu þarftu að vinna. Ég er og verð alltaf KR-ingur en sú áskorun að þjálfa annars staðar kemur seinna.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira