Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2018 08:00 Miklar breytingar hafa orðið á Hoffellsjökli á síðustu árum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá jökulinn árið 1982 en fyrir neðan er staðan eins og hún er í dag. Gera verður ráð fyrir því að áframhaldandi hlýnun á Íslandi, sem líklega mun nema um 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldar, muni hafa verulegar afleiðingar fyrir náttúrufar og samfélag hér á landi. Þetta er ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi sem kynnt var í gær. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu mála hér á landi en nefndin tekur saman þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á landi undanfarna áratugi samhliða hnattrænum breytingum á veðurfari. Þessar breytingar munu halda áfram með áframhaldandi loftslagsbreytingum.Sjá einnig fréttaskýringuna: Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Áhrifin eru margþætt en taka meðal annars til landriss vegna þynningar jökla, hækkandi sjávarstöðu, landnáms nýrra og oft skaðlegra tegunda og súrnunar sjávar. Í skýrslunni er bent á að mikilla breytinga gæti nú í hafinu umhverfis Ísland. Súrnun sjávar er örari í Íslandshafi en að jafnaði í heimshöfunum og því líklegt að neikvæð áhrif súrnunar á lífríki og vistkerfi sjávar komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum. Jafnframt geta loftslagsbreytingar aukið hættu á náttúruvá eins og vatnsflóðum og ofanflóðum, eldgosum vegna aukinnar kvikuframleiðslu og gróðureldum.Mögulegt er að bjarga stærri jöklum með því að halda hlýnun næstu áratuga í lágmarki.Veðurstofa Íslands„Sú hlýnun sem orðið hefur á síðustu árum, sem er sambland af náttúrulegri uppsveiflu og gróðurhúsahlýnun, hefur haft gríðarleg áhrif á náttúrufar landsins,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar. „Áframhaldandi hlýnun mun hafa áframhaldandi áhrif. Við getum hins vegar stillt af hlýnunina og ákveðið með alþjóðasamfélaginu hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Ef allt fer á versta veg þá hverfa allir jöklar á Íslandi og sjávarborðið hækkar, en ef við stillum losun í hóf verða áhrifin minni. Stærri jöklar hér á landi gætu lifað af þó svo að smájöklarnir séu dauðadæmdir.“ Skýrsluhöfundar ítreka að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um aðlögunarþörf vegna þessara breytinga. Ólíkt nágrannaþjóðum sé ekki til landsáætlun í þeim efnum. „Það verða loftslagsbreytingar og við verðum að geta aðlagast til að koma í veg fyrir að þær séu að valda okkur óþarfa tjóni. Það er það sem aðlögun snýst um,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi undirbúning fyrir sjávarstöðubreytingar með tilliti til skipulags á lágsvæðum og að veitukerfið getið tekist á við það mikla álag sem fylgir aukinni úrkomu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ríkisstjórnina vinna samkvæmt aðgerðaáætlun um mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélög vítt og breitt um heiminn þurfi hins vegar að huga að aðlögun. „Í framhaldi af skýrslunni munu stjórnvöld vinna aðlögunaráætlun fyrir Ísland eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, þar sem meðal annars er litið til hækkunar sjávarborðs, flóðahættu, skriðufalla, náttúruvár og fleiri atriða,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég legg áherslu á að aðlögun þarf að haldast í hendur við mótvægisaðgerðir, enda geta sumar aðgerðir þjónað bæði því að draga úr losun og mæta aðlögun, til dæmis aukinn gróður og endurheimt mýrlendis.“ Guðmundur Ingi segir skýrsluna staðfesta fyrri vitneskju um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. „Áhrif á samfélag og efnahag okkar geta orðið umtalsverð. Kannski er súrnun sjávar eitt stærsta áhyggjuefnið, en hún er örari við Íslandsstrendur en að jafnaði í heimshöfunum, en aðrir þættir eins og breytt úrkomumynstur, flóðahætta, skriðuföll og aukin náttúruvá eru einnig viðfangsefni sem við þurfum að takast á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Gera verður ráð fyrir því að áframhaldandi hlýnun á Íslandi, sem líklega mun nema um 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldar, muni hafa verulegar afleiðingar fyrir náttúrufar og samfélag hér á landi. Þetta er ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi sem kynnt var í gær. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu mála hér á landi en nefndin tekur saman þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á landi undanfarna áratugi samhliða hnattrænum breytingum á veðurfari. Þessar breytingar munu halda áfram með áframhaldandi loftslagsbreytingum.Sjá einnig fréttaskýringuna: Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Áhrifin eru margþætt en taka meðal annars til landriss vegna þynningar jökla, hækkandi sjávarstöðu, landnáms nýrra og oft skaðlegra tegunda og súrnunar sjávar. Í skýrslunni er bent á að mikilla breytinga gæti nú í hafinu umhverfis Ísland. Súrnun sjávar er örari í Íslandshafi en að jafnaði í heimshöfunum og því líklegt að neikvæð áhrif súrnunar á lífríki og vistkerfi sjávar komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum. Jafnframt geta loftslagsbreytingar aukið hættu á náttúruvá eins og vatnsflóðum og ofanflóðum, eldgosum vegna aukinnar kvikuframleiðslu og gróðureldum.Mögulegt er að bjarga stærri jöklum með því að halda hlýnun næstu áratuga í lágmarki.Veðurstofa Íslands„Sú hlýnun sem orðið hefur á síðustu árum, sem er sambland af náttúrulegri uppsveiflu og gróðurhúsahlýnun, hefur haft gríðarleg áhrif á náttúrufar landsins,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar. „Áframhaldandi hlýnun mun hafa áframhaldandi áhrif. Við getum hins vegar stillt af hlýnunina og ákveðið með alþjóðasamfélaginu hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Ef allt fer á versta veg þá hverfa allir jöklar á Íslandi og sjávarborðið hækkar, en ef við stillum losun í hóf verða áhrifin minni. Stærri jöklar hér á landi gætu lifað af þó svo að smájöklarnir séu dauðadæmdir.“ Skýrsluhöfundar ítreka að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um aðlögunarþörf vegna þessara breytinga. Ólíkt nágrannaþjóðum sé ekki til landsáætlun í þeim efnum. „Það verða loftslagsbreytingar og við verðum að geta aðlagast til að koma í veg fyrir að þær séu að valda okkur óþarfa tjóni. Það er það sem aðlögun snýst um,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi undirbúning fyrir sjávarstöðubreytingar með tilliti til skipulags á lágsvæðum og að veitukerfið getið tekist á við það mikla álag sem fylgir aukinni úrkomu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ríkisstjórnina vinna samkvæmt aðgerðaáætlun um mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélög vítt og breitt um heiminn þurfi hins vegar að huga að aðlögun. „Í framhaldi af skýrslunni munu stjórnvöld vinna aðlögunaráætlun fyrir Ísland eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, þar sem meðal annars er litið til hækkunar sjávarborðs, flóðahættu, skriðufalla, náttúruvár og fleiri atriða,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég legg áherslu á að aðlögun þarf að haldast í hendur við mótvægisaðgerðir, enda geta sumar aðgerðir þjónað bæði því að draga úr losun og mæta aðlögun, til dæmis aukinn gróður og endurheimt mýrlendis.“ Guðmundur Ingi segir skýrsluna staðfesta fyrri vitneskju um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. „Áhrif á samfélag og efnahag okkar geta orðið umtalsverð. Kannski er súrnun sjávar eitt stærsta áhyggjuefnið, en hún er örari við Íslandsstrendur en að jafnaði í heimshöfunum, en aðrir þættir eins og breytt úrkomumynstur, flóðahætta, skriðuföll og aukin náttúruvá eru einnig viðfangsefni sem við þurfum að takast á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00