Á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin er þriggja herbergja og 74,1 fermetrar samkvæmt fasteignamati, þó að einnig komi fram að íbúðin sé raunar 80 fermetrar vegna stækkunar. Þá hefur íbúðinni verið breytt töluvert frá upphaflegri teikningu og er ásett verð 41,9 milljónir.
Af myndum að dæma fær persónulegur stíll Berglindar að njóta sín vel í íbúðinni en grá steypa og fallegir smámunir eru allsráðandi.
Stutt er síðan Berglind seldi nýuppgerða íbúð sína í miðbænum en fjallað var um endurbætur á þeirri íbúð í Fréttablaðinu fyrir tveimur árum.
Hér að neðan má sjá myndir af íbúð Berglindar í Stóragerði.





