42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 10:00 Stærstu mistökin. Roger Milla er hér búinn að stela boltanum af Higuita og um leið dó HM-draumur Kólumbíumanna. vísir/getty Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. Það má segja að Higuita hafi verið langt á undan sinni samtíð því hann spilaði markvarðarstöðuna eins og „sweeper“. Það gerði enginn annar á þessum tíma en í dag er aftur á móti eftirsótt að vera með markverði sem eru öruggir með boltann á fótunum og koma langt úr markinu ef á þarf að halda. Higuita var magnaður í fótbolta en skynsemin var aldrei hans besti vinur. Þó svo hann kunni ýmislegt fyrir sér í fræðunum þá fór hann oftar en ekki fram úr sér með skelfilegum afleiðingum. Skýrasta dæmið um það kom á HM á Ítalíu árið 1990 er hann var að gaufa með boltann á eigin vallarhelmingi gegn Kamerún. Hann reyndi svo að sóla gamalmennið Roger Milla með hörmulegum afleiðingum. Milla stal af honum boltanum og skoraði í tómt markið. Fyrir vikið var HM-ævintýri Kólumbíu á enda. Það mark má sjá eftir 2.50 mínútur á myndbandinu hér að neðan.Það var út af svona tilþrifum sem Higuita fékk viðurnefnið El Loco eða brjálæðingurinn. Hann þótti spila fótbolta eins og brjálæðingur og hann var svo sannarlega oft á tæpasta vaði. Það var ekki bara að Higuita spilaði út á miðjum velli sem gerði hann sérstakan. Hann nefnilega tók líka auka- og vítaspyrnur. Var frábær spyrnumaður. Hann skoraði 41 mark í 380 leikjum á ferlinum. Hann spilaði 68 landsleiki fyrir Kólumbíu og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.Það sem Higuita verður þó alltaf minnst fyrir er sporðdrekavarslan. Markvarsla sem hann fann upp og beitti fyrst í vináttulandsleik gegn Englandi á Wembley árið 1995. Algjörlega geggjað. Hann átti eftir að beita þessu bragði oftar á ferlinum en þetta atvik er það sem allir muna eftir hjá kappanum skrautlega.Utan vallar gekk mikið á hjá Higuita en hann er frá Medellin og var vinur fíkniefnabarónsins Pablo Escobar. Sá vinskapur leiddi til þess að markvörðurinn var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993. Hann var þá notaður sem milliliður í mannránsmáli sem tengdist Escobar og öðrum fíkniefnabarón, Carlos Molina. Escobar fékk milljónir fyrir að fara með peninga á milli í mannránsmálinu. Það er ólöglegt að hagnast á mannráni og því var Higuita sendur í steininn.Higuita var oftar en ekki í flottum treyjum.vísir/getty„Ég er bara knattspyrnumaður. Ég veit ekkert um mannránslög,“ sagði Higuita en hann missti af HM 1994 þar sem hann sat í steininum vegna þessa máls. Er Escobar fór sjálfur í steininn þá fékk hann heimsókn frá Higuita sem vildi þakka fíkniefnabaróninum fyrir að gefa sig fram við lögreglu svo ástandið róaðist í landinu í smá tíma. Higuita féll á lyfjaprófi seint á árinu 2004 og ári síðar fór hann í lýtaaðgerð til þess að breyta útliti sínu algjörlega. Han gerir nokkurn veginn bara það sem honum dettur í hug að gera. Markvörðurinn skemmtilegi er 51 árs gamall í dag. Hann lagði skóna upprunalega á hilluna árið 2005 en reif þá niður úr hillunni tveimur árum síðar og spilaði alveg til ársins 2010. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. Það má segja að Higuita hafi verið langt á undan sinni samtíð því hann spilaði markvarðarstöðuna eins og „sweeper“. Það gerði enginn annar á þessum tíma en í dag er aftur á móti eftirsótt að vera með markverði sem eru öruggir með boltann á fótunum og koma langt úr markinu ef á þarf að halda. Higuita var magnaður í fótbolta en skynsemin var aldrei hans besti vinur. Þó svo hann kunni ýmislegt fyrir sér í fræðunum þá fór hann oftar en ekki fram úr sér með skelfilegum afleiðingum. Skýrasta dæmið um það kom á HM á Ítalíu árið 1990 er hann var að gaufa með boltann á eigin vallarhelmingi gegn Kamerún. Hann reyndi svo að sóla gamalmennið Roger Milla með hörmulegum afleiðingum. Milla stal af honum boltanum og skoraði í tómt markið. Fyrir vikið var HM-ævintýri Kólumbíu á enda. Það mark má sjá eftir 2.50 mínútur á myndbandinu hér að neðan.Það var út af svona tilþrifum sem Higuita fékk viðurnefnið El Loco eða brjálæðingurinn. Hann þótti spila fótbolta eins og brjálæðingur og hann var svo sannarlega oft á tæpasta vaði. Það var ekki bara að Higuita spilaði út á miðjum velli sem gerði hann sérstakan. Hann nefnilega tók líka auka- og vítaspyrnur. Var frábær spyrnumaður. Hann skoraði 41 mark í 380 leikjum á ferlinum. Hann spilaði 68 landsleiki fyrir Kólumbíu og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.Það sem Higuita verður þó alltaf minnst fyrir er sporðdrekavarslan. Markvarsla sem hann fann upp og beitti fyrst í vináttulandsleik gegn Englandi á Wembley árið 1995. Algjörlega geggjað. Hann átti eftir að beita þessu bragði oftar á ferlinum en þetta atvik er það sem allir muna eftir hjá kappanum skrautlega.Utan vallar gekk mikið á hjá Higuita en hann er frá Medellin og var vinur fíkniefnabarónsins Pablo Escobar. Sá vinskapur leiddi til þess að markvörðurinn var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993. Hann var þá notaður sem milliliður í mannránsmáli sem tengdist Escobar og öðrum fíkniefnabarón, Carlos Molina. Escobar fékk milljónir fyrir að fara með peninga á milli í mannránsmálinu. Það er ólöglegt að hagnast á mannráni og því var Higuita sendur í steininn.Higuita var oftar en ekki í flottum treyjum.vísir/getty„Ég er bara knattspyrnumaður. Ég veit ekkert um mannránslög,“ sagði Higuita en hann missti af HM 1994 þar sem hann sat í steininum vegna þessa máls. Er Escobar fór sjálfur í steininn þá fékk hann heimsókn frá Higuita sem vildi þakka fíkniefnabaróninum fyrir að gefa sig fram við lögreglu svo ástandið róaðist í landinu í smá tíma. Higuita féll á lyfjaprófi seint á árinu 2004 og ári síðar fór hann í lýtaaðgerð til þess að breyta útliti sínu algjörlega. Han gerir nokkurn veginn bara það sem honum dettur í hug að gera. Markvörðurinn skemmtilegi er 51 árs gamall í dag. Hann lagði skóna upprunalega á hilluna árið 2005 en reif þá niður úr hillunni tveimur árum síðar og spilaði alveg til ársins 2010.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00