Ruðningslið lét klappstýrur vinna sem fylgdarkonur Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 08:23 Frá því að Daniel Snyder, eigandi Washington Redskins, tók við liðinu árið 2009 er hann sagður hafa gert klappstýruliðið líkara súludönsurum. Vísir/AFP Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja. MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Sjá meira
Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja.
MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Sjá meira