Körfubolti

Utah jafnaði gegn Houston eftir frábæra troðslu Mitchell

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mitchell í baráttunni í leiknum í kvöld
Mitchell í baráttunni í leiknum í kvöld vísir/getty
Utah Jazz jafnaði undanúrslitarimmuna við Houston Rockets með átta stiga sigri í Houston í nótt. Joe Ingles fór fyrir gestunum frá Utan með 27 stig.

Donovan Mitchell átti þó augnablik leiksins þegar hann tók sitt eigið frákast og tróð því í körfuna með annari hendi. Atvikið átti sér stað þegar Jazz var með fjögurra stiga forystu í fjórða leikhluta og það kveikti í liðsfélögum hans sem sigldu heim 116-108 sigri.

„Ég bara var í loftinu með boltanum, svo afhverju ekki að troða honum niður?“ sagði Mitchell á blaðamannafundi eftir leikinn. Hann skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar.







Utah komst í tíu stiga forystu seint í fyrsta leikhluta og hélt áfram að síga fram úr í upphafi annars leikhluta og var staðan orðin 56-37 fyrir gestina um hann miðjan. Þá vöknuðu heimamenn í Houston aðeins til lífsins og löguðu stöðuna niður í 64-55 fyrir hálfleik.

Houston byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var orðið jafnt eftir fjórar mínútur. Eftir það var leikurinn jafn þar til Jazz komst fram úr aftur undir lokinn og hélt þeirri forystu og jafnaði einvígið í 1-1.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×