Vel útbúnir reiðhjólaþjófar valda ótta í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 16:57 Íbúar í Garðabæ eru reiðir og skelkaðir eftir að reiðhjólaþjófar fóru þar um í nótt, vel útbúnir og stálu reiðhjólum og barnavagni. Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm. Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm.
Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira