Harry og Meghan gengin í hjónaband Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 11:41 Kossinn sem allir höfðu beðið eftir. Vísir/Getty Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00
Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15