Voru vondaufir um björgun á jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2018 19:11 Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira