Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. maí 2018 06:00 Fólki er ráðlagt að binda trampólín og annað laust niður. Það þarf lítið til að þau takist á loft í suðaustan hvassviðrinu sem spáð er. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira