Gosið í dag varð um klukkan 5 í morgun að staðartíma eða um klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Minnst 1.700 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldgossins í eldfjallinu Kilauea og hefur hraun úr fjallinu eyðilagt byggingar í grenndinni. Íbúar við eldfjallið voru beðnir um að leita skjóls í dag þar eð gosmökkur og öskuregn lagðist yfir stórt svæði.
Jarðfræðingar á Havaí vöruðu við því í síðustu viku að stærðarinnar sprenging gæti orðið í fjallinu og hnullungum rignt yfir stærstu eyju eyjaklasans.
Warning from @CivilDefenseHI that an explosive eruption has occurred at #Kilauea. Ash plume expected to spread to SE. Driving conditions may be dangerous. Shelter in place if you can.
— Hawaii EMA (@Hawaii_EMA) May 17, 2018