Betra líf Sigurður Hannesson skrifar 17. maí 2018 07:00 Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar