Sjálfstæðismenn boða lækkun útsvars og stórframkvæmdir í vegamálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2018 20:30 Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2018 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2018 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira