Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. maí 2018 06:00 Guðjón Árni segir að leikmenn feli oft höfuðáverka. Vísir/Stefán Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent