Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:52 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráði Ekvador frá því í ágúst árið 2012. Vísir/AFP Ríkisstjórn Ekvadors hefur eytt milljónum á laun til að vernda og styðja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hefur dvalið í sendiráði landsins í London frá árinu 2012. Assange launaði gestgjöfum sínum með því að hakka sig inn í tölvukerfi og njósna um starfsemi sendiráðsins.Breska blaðið The Guardian greinir frá því hvernig stjórnvöld í Ekvador vörðu að minnsta kosti fimm milljónum dollara í leyniþjónustuaðgerð í tengslum við veru Assange í sendiráðinu þar sem hann hefur dvalið til að forðast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og njósnarar voru meðal annars ráðnir til að fylgjast með gestum Assange, sendiráðsstarfsmönnum og jafnvel bresku lögreglunni. Assange fékk meðal annars hakkara, aðgerðasinna, lögmenn, blaðamenn og einstaklinga sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í heimsókn.Njósnaði um gestgjafa sína Svo leynilegar voru aðgerðirnar að sendiherrann sjálfur vissi ekki af þeim framan af. Rannsókn The Guardian og ekvadorskra samstarfsmanna leiðir í ljós að Rafael Correa, fyrrverandi forseti, og Ricardo Patiño, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi báðir lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Ekvadorsk stjórnvöld voru jafnvel tilbúin að veita fé í almannatengslaherferð til þess að bæta ímynd Assange. Þannig var lögmaður beðinn um að móta fjölmiðlaherferð árið 2014. Þakklæti virðist þó ekki hafa verið Assange ofarlega í huga. Hann er sagður hafa hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og þannig fengið aðgang að bæði opinberum og persónulegum samskiptum starfsmanna þess. Öryggisfyrirtækið sem fylgdist með gestum Assange varaði stjórnvöld í Ekvador meðal annars við því árið 2014 að Assange væri að njósna um sendiráðsstarfsmennina. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur eytt milljónum á laun til að vernda og styðja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hefur dvalið í sendiráði landsins í London frá árinu 2012. Assange launaði gestgjöfum sínum með því að hakka sig inn í tölvukerfi og njósna um starfsemi sendiráðsins.Breska blaðið The Guardian greinir frá því hvernig stjórnvöld í Ekvador vörðu að minnsta kosti fimm milljónum dollara í leyniþjónustuaðgerð í tengslum við veru Assange í sendiráðinu þar sem hann hefur dvalið til að forðast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og njósnarar voru meðal annars ráðnir til að fylgjast með gestum Assange, sendiráðsstarfsmönnum og jafnvel bresku lögreglunni. Assange fékk meðal annars hakkara, aðgerðasinna, lögmenn, blaðamenn og einstaklinga sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í heimsókn.Njósnaði um gestgjafa sína Svo leynilegar voru aðgerðirnar að sendiherrann sjálfur vissi ekki af þeim framan af. Rannsókn The Guardian og ekvadorskra samstarfsmanna leiðir í ljós að Rafael Correa, fyrrverandi forseti, og Ricardo Patiño, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi báðir lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Ekvadorsk stjórnvöld voru jafnvel tilbúin að veita fé í almannatengslaherferð til þess að bæta ímynd Assange. Þannig var lögmaður beðinn um að móta fjölmiðlaherferð árið 2014. Þakklæti virðist þó ekki hafa verið Assange ofarlega í huga. Hann er sagður hafa hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og þannig fengið aðgang að bæði opinberum og persónulegum samskiptum starfsmanna þess. Öryggisfyrirtækið sem fylgdist með gestum Assange varaði stjórnvöld í Ekvador meðal annars við því árið 2014 að Assange væri að njósna um sendiráðsstarfsmennina.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06
Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12