Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:37 Hér má sjá þar sem verið er að rukka ökumenn fyrir að leggja á bílastæðinu við Hraunfossa í morgun. kristrún snorradóttir Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00
Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22