Daði og Helgi til Kosmos og Kaos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 12:15 Grafísku hönnuðirnir Daði og Helgi eru nýjustu liðsmenn hönnunarstofunnar úti á Granda. Hönnunar- og vefstofan Kosmos & Kaos er í örum vexti samhliða aukinni eftirspurn frá atvinnulífinu á stafrænni hönnun. Hefur fyrirtækið nýverið bætt við sig tveim hönnuðum í teymið sem telur nú 6 reynslumikla og fjölbreytta hönnuði undir dyggri leiðsögn Gumma Sig, listræns stjórnanda og eiganda. Hjá Kosmos & Kaos starfa því nú alls 16 reynslumiklir hönnuðir og forritarar segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þeir tveir sem nýverið hófu störf eru Helgi Páll Einarsson og Daði Oddberg. Helgi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskólanum árið 2007 og starfaði lengst af í auglýsingabransanum, en hefur á undanförnum árum einbeitt sér að stafrænni vöruþróun og hönnun fyrir vefinn, fyrst hjá auglýsingastofunni ENNEMM og síðar hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Helgi er áhugamaður um textamál og starfaði um tíma sem textasmiður á auglýsingastofu auk þess að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann býr í Reykjavík ásamt konu og tveimur litlum börnum. Daði Oddberg er grafískur hönnuður útskrifaður úr Listaháskóla Íslands vorið 2017, hann stundaði einnig nám við Kunstthøjskolen í Holbæk í Danmörku. Eftir útskrift fór hann út til Belgíu í starfsnám á hönnunarstofunni Undefined sem sérhæfir sig í stafrænu efni. Daði hefur mikinn áhuga á tækni og hvernig hún getur haft áhrif á framþróun hönnunar. „Það er alltaf góð tilfinning að bæta við góðu fólki og mér finnst okkur hafa tekist að byggja upp sterkt og gott teymi þar sem við ráðumst í hvert verkefni með hjartað að vopni“, segir Gummi Sig. Kosmos & Kaos spilaði veigamikið hlutverki í Stafrænni framtíð Arion banka, verkefni sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir áherslu á notendamiðaða hönnun og rafræna ferla til að auka upplifun viðskiptavinar og lágmarka kostnað. Auk viðurkenninga og verðlauna fyrir vel unnin störf, hefur Kosmos & Kaos fengið viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og vakið athygli fyrir öfluga starfsmannastefnu sem sífellt er í mótun. „Við erum að svara kalla markaðarins“, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri en eftirspurn eftir góðri hönnun hefur sjaldan verið meiri sem og áhersla fyrirtækja á að skara fram úr með notendagildi og upplifun að leiðarljósi. „Með þessum sterka hópi styrkjum við enn stöðu okkar sem fremsta stafræna hönnunarstofan á Íslandi“. Vistaskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Hönnunar- og vefstofan Kosmos & Kaos er í örum vexti samhliða aukinni eftirspurn frá atvinnulífinu á stafrænni hönnun. Hefur fyrirtækið nýverið bætt við sig tveim hönnuðum í teymið sem telur nú 6 reynslumikla og fjölbreytta hönnuði undir dyggri leiðsögn Gumma Sig, listræns stjórnanda og eiganda. Hjá Kosmos & Kaos starfa því nú alls 16 reynslumiklir hönnuðir og forritarar segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þeir tveir sem nýverið hófu störf eru Helgi Páll Einarsson og Daði Oddberg. Helgi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskólanum árið 2007 og starfaði lengst af í auglýsingabransanum, en hefur á undanförnum árum einbeitt sér að stafrænni vöruþróun og hönnun fyrir vefinn, fyrst hjá auglýsingastofunni ENNEMM og síðar hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Helgi er áhugamaður um textamál og starfaði um tíma sem textasmiður á auglýsingastofu auk þess að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann býr í Reykjavík ásamt konu og tveimur litlum börnum. Daði Oddberg er grafískur hönnuður útskrifaður úr Listaháskóla Íslands vorið 2017, hann stundaði einnig nám við Kunstthøjskolen í Holbæk í Danmörku. Eftir útskrift fór hann út til Belgíu í starfsnám á hönnunarstofunni Undefined sem sérhæfir sig í stafrænu efni. Daði hefur mikinn áhuga á tækni og hvernig hún getur haft áhrif á framþróun hönnunar. „Það er alltaf góð tilfinning að bæta við góðu fólki og mér finnst okkur hafa tekist að byggja upp sterkt og gott teymi þar sem við ráðumst í hvert verkefni með hjartað að vopni“, segir Gummi Sig. Kosmos & Kaos spilaði veigamikið hlutverki í Stafrænni framtíð Arion banka, verkefni sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir áherslu á notendamiðaða hönnun og rafræna ferla til að auka upplifun viðskiptavinar og lágmarka kostnað. Auk viðurkenninga og verðlauna fyrir vel unnin störf, hefur Kosmos & Kaos fengið viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og vakið athygli fyrir öfluga starfsmannastefnu sem sífellt er í mótun. „Við erum að svara kalla markaðarins“, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri en eftirspurn eftir góðri hönnun hefur sjaldan verið meiri sem og áhersla fyrirtækja á að skara fram úr með notendagildi og upplifun að leiðarljósi. „Með þessum sterka hópi styrkjum við enn stöðu okkar sem fremsta stafræna hönnunarstofan á Íslandi“.
Vistaskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira