Náttúra eða gerviveröld í Elliðaárdal Elsa Dóra Grétarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:45 Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar