Jákvæðni og dauðinn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 15. maí 2018 09:00 Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun