Lengsta þingræðan tvítug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2018 06:00 Salur þingsins var nær tómur allan þann tíma sem ræða Jóhönnu stóð yfir. Sérstöku borði var komið fyrir við hlið ræðupúltsins til að gera flutningsmanni ræðunnar dvölina sem besta. Tvisvar var gert hlé á ræðunni á meðan hún var flutt. Vísir/pjetur Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira