Eyþór segir áherslurnar þær sömu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 23:50 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni neitar því að áherslur sínar og frambjóðanda í öðru sæti séu ekki þær sömu í öllum helstu grundvallaratriðum. Þau séu sammála um að tillaga um Borgarlínu sé ótæk. Fram hefur komið hjá Oddvita Sjálfstæðismanna í borginni að flokkurinn í Reykjavík leggist alfarið gegn Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins hefur hins vegar ekki slegið Borgarlínu alveg út af borðinu og sagði til að mynda í samtali við Vísi á dögunum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Það sé kannski lausnin og kannski ekki. „Við erum algjörlega samstíga í því að það þarf að vinna á þeim samgönguvanda sem hefur orðið til hjá núverandi meirihluta. Það þarf bæði að efla almenningssamgöngur og fara í framkvæmdir á vegakerfinu, sem hafa legið niðri í áratug. Varðandi Borgaralínuna þá er þetta frekar óljós hugmynd eins og er og ófjármögnuð. Hún var fyrst lestarhugmynd og núna er hún einhvers konar strætisvagnahugmynd. En hún er ekki tæk sem kosningamál þegar hún er ekki nánar skilgreind. Við erum algjörlega samstíga í því að Borgarlínuhugmyndin eins og hún er lögð fram hún er ekki tæk sem kosningamál.“ Aðspurður um það hvort hann og Hildur séu samstíga í flestum forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins í borginni, svarar Eyþór: „Algjörlega. Við höfum átt mjög góða fundi þar sem við byggjum upp okkar málefnastarf.“Eyþór og Hildur eru ekki sérlega sammála skv. þessu í mörgum málum pic.twitter.com/TISvQdTKbY— Andres Jonsson (@andresjons) May 11, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds skilar mjólkurpeningunum Frambjóðandinn hefur brugðist við gagnrýni með því endurgreiða MS styrkinn. 11. maí 2018 14:35 Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00 Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja minni olíu og fleiri íbúa í miðbæinn. 12. maí 2018 21:18 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni neitar því að áherslur sínar og frambjóðanda í öðru sæti séu ekki þær sömu í öllum helstu grundvallaratriðum. Þau séu sammála um að tillaga um Borgarlínu sé ótæk. Fram hefur komið hjá Oddvita Sjálfstæðismanna í borginni að flokkurinn í Reykjavík leggist alfarið gegn Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins hefur hins vegar ekki slegið Borgarlínu alveg út af borðinu og sagði til að mynda í samtali við Vísi á dögunum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Það sé kannski lausnin og kannski ekki. „Við erum algjörlega samstíga í því að það þarf að vinna á þeim samgönguvanda sem hefur orðið til hjá núverandi meirihluta. Það þarf bæði að efla almenningssamgöngur og fara í framkvæmdir á vegakerfinu, sem hafa legið niðri í áratug. Varðandi Borgaralínuna þá er þetta frekar óljós hugmynd eins og er og ófjármögnuð. Hún var fyrst lestarhugmynd og núna er hún einhvers konar strætisvagnahugmynd. En hún er ekki tæk sem kosningamál þegar hún er ekki nánar skilgreind. Við erum algjörlega samstíga í því að Borgarlínuhugmyndin eins og hún er lögð fram hún er ekki tæk sem kosningamál.“ Aðspurður um það hvort hann og Hildur séu samstíga í flestum forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins í borginni, svarar Eyþór: „Algjörlega. Við höfum átt mjög góða fundi þar sem við byggjum upp okkar málefnastarf.“Eyþór og Hildur eru ekki sérlega sammála skv. þessu í mörgum málum pic.twitter.com/TISvQdTKbY— Andres Jonsson (@andresjons) May 11, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds skilar mjólkurpeningunum Frambjóðandinn hefur brugðist við gagnrýni með því endurgreiða MS styrkinn. 11. maí 2018 14:35 Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00 Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja minni olíu og fleiri íbúa í miðbæinn. 12. maí 2018 21:18 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Eyþór Arnalds skilar mjólkurpeningunum Frambjóðandinn hefur brugðist við gagnrýni með því endurgreiða MS styrkinn. 11. maí 2018 14:35
Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00
Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja minni olíu og fleiri íbúa í miðbæinn. 12. maí 2018 21:18