Eyþór segir áherslurnar þær sömu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 23:50 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni neitar því að áherslur sínar og frambjóðanda í öðru sæti séu ekki þær sömu í öllum helstu grundvallaratriðum. Þau séu sammála um að tillaga um Borgarlínu sé ótæk. Fram hefur komið hjá Oddvita Sjálfstæðismanna í borginni að flokkurinn í Reykjavík leggist alfarið gegn Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins hefur hins vegar ekki slegið Borgarlínu alveg út af borðinu og sagði til að mynda í samtali við Vísi á dögunum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Það sé kannski lausnin og kannski ekki. „Við erum algjörlega samstíga í því að það þarf að vinna á þeim samgönguvanda sem hefur orðið til hjá núverandi meirihluta. Það þarf bæði að efla almenningssamgöngur og fara í framkvæmdir á vegakerfinu, sem hafa legið niðri í áratug. Varðandi Borgaralínuna þá er þetta frekar óljós hugmynd eins og er og ófjármögnuð. Hún var fyrst lestarhugmynd og núna er hún einhvers konar strætisvagnahugmynd. En hún er ekki tæk sem kosningamál þegar hún er ekki nánar skilgreind. Við erum algjörlega samstíga í því að Borgarlínuhugmyndin eins og hún er lögð fram hún er ekki tæk sem kosningamál.“ Aðspurður um það hvort hann og Hildur séu samstíga í flestum forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins í borginni, svarar Eyþór: „Algjörlega. Við höfum átt mjög góða fundi þar sem við byggjum upp okkar málefnastarf.“Eyþór og Hildur eru ekki sérlega sammála skv. þessu í mörgum málum pic.twitter.com/TISvQdTKbY— Andres Jonsson (@andresjons) May 11, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds skilar mjólkurpeningunum Frambjóðandinn hefur brugðist við gagnrýni með því endurgreiða MS styrkinn. 11. maí 2018 14:35 Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00 Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja minni olíu og fleiri íbúa í miðbæinn. 12. maí 2018 21:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni neitar því að áherslur sínar og frambjóðanda í öðru sæti séu ekki þær sömu í öllum helstu grundvallaratriðum. Þau séu sammála um að tillaga um Borgarlínu sé ótæk. Fram hefur komið hjá Oddvita Sjálfstæðismanna í borginni að flokkurinn í Reykjavík leggist alfarið gegn Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins hefur hins vegar ekki slegið Borgarlínu alveg út af borðinu og sagði til að mynda í samtali við Vísi á dögunum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Það sé kannski lausnin og kannski ekki. „Við erum algjörlega samstíga í því að það þarf að vinna á þeim samgönguvanda sem hefur orðið til hjá núverandi meirihluta. Það þarf bæði að efla almenningssamgöngur og fara í framkvæmdir á vegakerfinu, sem hafa legið niðri í áratug. Varðandi Borgaralínuna þá er þetta frekar óljós hugmynd eins og er og ófjármögnuð. Hún var fyrst lestarhugmynd og núna er hún einhvers konar strætisvagnahugmynd. En hún er ekki tæk sem kosningamál þegar hún er ekki nánar skilgreind. Við erum algjörlega samstíga í því að Borgarlínuhugmyndin eins og hún er lögð fram hún er ekki tæk sem kosningamál.“ Aðspurður um það hvort hann og Hildur séu samstíga í flestum forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins í borginni, svarar Eyþór: „Algjörlega. Við höfum átt mjög góða fundi þar sem við byggjum upp okkar málefnastarf.“Eyþór og Hildur eru ekki sérlega sammála skv. þessu í mörgum málum pic.twitter.com/TISvQdTKbY— Andres Jonsson (@andresjons) May 11, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds skilar mjólkurpeningunum Frambjóðandinn hefur brugðist við gagnrýni með því endurgreiða MS styrkinn. 11. maí 2018 14:35 Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00 Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja minni olíu og fleiri íbúa í miðbæinn. 12. maí 2018 21:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Eyþór Arnalds skilar mjólkurpeningunum Frambjóðandinn hefur brugðist við gagnrýni með því endurgreiða MS styrkinn. 11. maí 2018 14:35
Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00
Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja minni olíu og fleiri íbúa í miðbæinn. 12. maí 2018 21:18