Neymar hefur verið valinn í 23 manna hóp Brasilíu en hann hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í leik gegn Marseille í mars.
Brasilíski sóknarmaðurinn er nú í kapphlaupi við tímann að ná að vera klár fyrir fyrsta leik Brasilíu sem er sautjánda júní gegn Sviss.
Liðið er einnig með Kosta Ríka og Serbíu í riðli en Dani Alves verður ekki með á mótinu vegna meiðsla. David Luiz er einnig ekki í hópnum en hann hefur ekki verið valinn í tæp tvö ár.
Sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í brasilíska hópnum en það eru Ederson, Danilo, Fernandinho, Willian, Gabriel Jesus og Roberto Firmino. Fimm frá City og Firmino frá Liverpool.
Esses são os 23 jogadores que defenderão a #SeleçãoBrasileira na Copa do Mundo. Agora é #PartiuRússia! #GigantesPorNatureza pic.twitter.com/mEt86XCAlq
— CBF Futebol (@CBF_Futebol) May 14, 2018