Öruggur sigur Boston vakti eðlilega mikla athygli en frammistaða LeBron James á blaðamannafundi eftir leikinn hefur eiginlega vakið enn meiri athygli.
Blaðamaður spurði LeBron nefnilega út í hvað gerðist á 7-0 spretti Boston í leiknum og fékk svar sem að enginn bjóst við. LeBron nefnilega þuldi upp hverja einustu sendingu og hvert einasta skot sem átti sér stað á þessum spretti Boston-manna.
Þessi magnaða einræða hans uppskar klapp á blaðamannafundinum eins og sjá má hér að neðan.
LeBron James er nefnilega ekki bara besti körfuboltamaður heims heldur er hann einnig með ljósmyndaminni og man eftir öllu sem gerist í hverjum einasta leik.
Sjón er sögu ríkari.