Embætti landlæknis tók fyrir beiðni hennar um nafnbreytingu. Um tíma var tvísýnt hvort nafnabreytingin næði í gegn í tæka tíð.
Í tilkynningu á Facebooksíðu sinni sagði Alexandra: „Kærar þakkir öllsömul. Það var frábært að sjá hvað kerfið var tilbúið til að drífa sig til að þetta næðist í tæka tíð.“
Í samtali við Fréttablaðið sagðist Alexandra hafa háð alla sína kosningabaráttu undir sínu rétta nafni. Hún lýsti yfir áhyggjum sínum yfir því að þurfa hugsanlega að hafa sitt gamla nafn á kjörseðlinum.