Rifust um Borgarlínu: „Það er algjörlega galið að tala svona Sigmundur!“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 13:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir/Skjáskot Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn. Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn.
Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira