Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2018 07:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í Smáralind í gær og stendur allt fram á kjördag. Fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur telur að atkvæðagreiðsla og talning geti orðið flóknari. Vísir/Stefán Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira