Kúabændur segja greiðslur til Eyþórs út úr kú Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2018 11:56 Gramir bændur telja fráleitt að MS og KS styrki framboð Eyþórs Arnalds. en framboðsstyrkir MS til Eyþórs Arnalds voru ekki samþykktir á stjórnarfundi og verður málið tekið upp á næsta fundi. Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“ Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“
Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21