Reykjavíkurborg spilar á Hörpu Eyþór Arnalds skrifar 11. maí 2018 11:19 Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu. Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið. Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar. Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu. Það er falskur tónn í þessu lagi.Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu. Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið. Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar. Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu. Það er falskur tónn í þessu lagi.Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar