Flutningur hergagna og annars varnings samkvæmt loftferðalögum hefur verið settur undir málefnasvið utanríkisráðherra með nýjum forsetaúrskurði.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, beindi skýrslubeiðni til utanríkisráðherra um það hvernig staðið var að flutningi hergagna um Ísland. Ríkisstjórnin taldi rétt að senda beiðnina samgönguráðherra.
Nú hafa öll tvímæli verið tekin af um að málefnið heyrir undir utanríkisráðherra.
