Gölluð almannatryggingalöggjöf veldur of miklum skerðingum segja sérfræðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2018 18:41 Sjö af hverjum tíu ellilífeyrisþegum eru með lægri tekjur en viðmið Velferðarráðuneytisins segir til um. Þá halda ellilífeyrisþegar eftir um þrettán þúsund krónum af hverjum fimmtíu þúsundum sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta segir sérfræðingur í velferðarrannsóknum, of margir búi við fátækt. Breyting á almannatryggingalöggjöfinni tók gildi í ársbyrjun 2017. Harpa Njáls, sérfræðingur í velferðarrannsóknum, segir að eftir þær sé stærsti hluti ellilífeyrisþega með lægri ráðstöfunartekjur en dæmigert viðmið velferðarráðuneytisins ef húsnæðiskostnaði sé bætt ofaná. „Ég myndi segja að það væri 70%,“ segir Harpa. Harpa segir að frítekjumörk atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna hafi verið afnumin við breytingar á almannatryggingakrefinu en eitt almennt frítekjumark lögfest upp á 25.000 krónur. Þá hafi skerðingar verið hertar. Þetta þýði að mun meira sé tekið af ellilífeyrisþegum nú en áður og lítið verði eftir af lífeyrissjóðsgreiðslum. „Fyrir hverjar fimmtíu þúsund krónur sem einstaklingur hefur úr lífeyrissjóði heldur hann rúmum þrettán þúsund krónum.“ Í svipaðan streng tekur Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Mönnum finnst sem þeir séu ekki að njóta ávinningsins af því að hafa greitt inní lífeyrissjóði vegna þess hversu tekjutengingarnar eru miklar í almannatryggingakerfinu. Þær eru 40% af almennum lífeyri og allt uppí 56% varðandi heimilisuppbótina. Þessi mikla tekjutenging þekkist hvergi nema á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Harpa telur mikilvægt að stjórnvöld geri gagngerar breytingar. Hún nefnir að hækka þurfi ellilífeyrir í þrjúhundruð þúsund krónur, hækka þurfi frítekjumörkin úr tuttugu og fimmþúsund krónum í tvöhundruð þúsund og dregið verði úr skerðingum. Stjórnvöld beri mikla ábyrgð „Það er alfarið hægt að segja að af stærstum hluta er það vegna ákvarðanna ríkisins og vinnumarkaðarins sem fólk lifir við fátækt í dag,“ segir Harpa. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Sjö af hverjum tíu ellilífeyrisþegum eru með lægri tekjur en viðmið Velferðarráðuneytisins segir til um. Þá halda ellilífeyrisþegar eftir um þrettán þúsund krónum af hverjum fimmtíu þúsundum sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta segir sérfræðingur í velferðarrannsóknum, of margir búi við fátækt. Breyting á almannatryggingalöggjöfinni tók gildi í ársbyrjun 2017. Harpa Njáls, sérfræðingur í velferðarrannsóknum, segir að eftir þær sé stærsti hluti ellilífeyrisþega með lægri ráðstöfunartekjur en dæmigert viðmið velferðarráðuneytisins ef húsnæðiskostnaði sé bætt ofaná. „Ég myndi segja að það væri 70%,“ segir Harpa. Harpa segir að frítekjumörk atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna hafi verið afnumin við breytingar á almannatryggingakrefinu en eitt almennt frítekjumark lögfest upp á 25.000 krónur. Þá hafi skerðingar verið hertar. Þetta þýði að mun meira sé tekið af ellilífeyrisþegum nú en áður og lítið verði eftir af lífeyrissjóðsgreiðslum. „Fyrir hverjar fimmtíu þúsund krónur sem einstaklingur hefur úr lífeyrissjóði heldur hann rúmum þrettán þúsund krónum.“ Í svipaðan streng tekur Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Mönnum finnst sem þeir séu ekki að njóta ávinningsins af því að hafa greitt inní lífeyrissjóði vegna þess hversu tekjutengingarnar eru miklar í almannatryggingakerfinu. Þær eru 40% af almennum lífeyri og allt uppí 56% varðandi heimilisuppbótina. Þessi mikla tekjutenging þekkist hvergi nema á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Harpa telur mikilvægt að stjórnvöld geri gagngerar breytingar. Hún nefnir að hækka þurfi ellilífeyrir í þrjúhundruð þúsund krónur, hækka þurfi frítekjumörkin úr tuttugu og fimmþúsund krónum í tvöhundruð þúsund og dregið verði úr skerðingum. Stjórnvöld beri mikla ábyrgð „Það er alfarið hægt að segja að af stærstum hluta er það vegna ákvarðanna ríkisins og vinnumarkaðarins sem fólk lifir við fátækt í dag,“ segir Harpa.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira