Er það svo gott að búa í Kópavogi? Skafti Þ. Halldórsson skrifar 10. maí 2018 19:00 Þegar ég var ungur maður 1977 ferðuðumst við hjónin til Parísar, þá kærustupar. Við fengum inni á einnar stjörnu pensionati í Montparnasse hverfinu, einhverju besta gistihúsi sem ég hef dvalið í. En í grenndinni var verið að brjóta niður hús og byggja ný og út um allt voru risin upp samtök sem vildu vernda gömlu París, gamla Montparnasse skáldanna og listamannanna. Á veggjum húsa voru myndir af verktakaskrímslum sem eyddu byggð. Ég hef raunar ekki gáð hvernig samtökunum tókst til í baráttunni gegn skrímslunum. Kannski tími til kominn að skoða það. En ég veit hvernig þetta er í Kópavogi. Þar ríkir eyðingarstefna gamalla húsa. Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur. Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur. Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki. En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur maður 1977 ferðuðumst við hjónin til Parísar, þá kærustupar. Við fengum inni á einnar stjörnu pensionati í Montparnasse hverfinu, einhverju besta gistihúsi sem ég hef dvalið í. En í grenndinni var verið að brjóta niður hús og byggja ný og út um allt voru risin upp samtök sem vildu vernda gömlu París, gamla Montparnasse skáldanna og listamannanna. Á veggjum húsa voru myndir af verktakaskrímslum sem eyddu byggð. Ég hef raunar ekki gáð hvernig samtökunum tókst til í baráttunni gegn skrímslunum. Kannski tími til kominn að skoða það. En ég veit hvernig þetta er í Kópavogi. Þar ríkir eyðingarstefna gamalla húsa. Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur. Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur. Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki. En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun