Er það svo gott að búa í Kópavogi? Skafti Þ. Halldórsson skrifar 10. maí 2018 19:00 Þegar ég var ungur maður 1977 ferðuðumst við hjónin til Parísar, þá kærustupar. Við fengum inni á einnar stjörnu pensionati í Montparnasse hverfinu, einhverju besta gistihúsi sem ég hef dvalið í. En í grenndinni var verið að brjóta niður hús og byggja ný og út um allt voru risin upp samtök sem vildu vernda gömlu París, gamla Montparnasse skáldanna og listamannanna. Á veggjum húsa voru myndir af verktakaskrímslum sem eyddu byggð. Ég hef raunar ekki gáð hvernig samtökunum tókst til í baráttunni gegn skrímslunum. Kannski tími til kominn að skoða það. En ég veit hvernig þetta er í Kópavogi. Þar ríkir eyðingarstefna gamalla húsa. Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur. Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur. Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki. En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur maður 1977 ferðuðumst við hjónin til Parísar, þá kærustupar. Við fengum inni á einnar stjörnu pensionati í Montparnasse hverfinu, einhverju besta gistihúsi sem ég hef dvalið í. En í grenndinni var verið að brjóta niður hús og byggja ný og út um allt voru risin upp samtök sem vildu vernda gömlu París, gamla Montparnasse skáldanna og listamannanna. Á veggjum húsa voru myndir af verktakaskrímslum sem eyddu byggð. Ég hef raunar ekki gáð hvernig samtökunum tókst til í baráttunni gegn skrímslunum. Kannski tími til kominn að skoða það. En ég veit hvernig þetta er í Kópavogi. Þar ríkir eyðingarstefna gamalla húsa. Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur. Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur. Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki. En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun