Innlent

Lögreglan byrjar að sekta í næstu viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Þá minnir lögreglan á að sekt á hvert nagladekk hækkaði úr fimm þúsund krónum í tuttugu þúsund krónur.
Þá minnir lögreglan á að sekt á hvert nagladekk hækkaði úr fimm þúsund krónum í tuttugu þúsund krónur. Vísir/Hanna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að byrja að sekta ökumenn bíla sem enn eru á nagladekkjum á næsta þriðjudag, þann 15. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar til fjölmiðla og á Facebook. Þá minnir lögreglan á að sekt á hvert nagladekk hækkaði úr fimm þúsund krónum í tuttugu þúsund krónur.

Sömuleiðis hækkaði sekt fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og segir lögreglan nokkra tuga ökumanna hafa verið sektaða af þeirri ástæðu síðan.

„Það er engu að síður mat lögreglumanna að ástandið í þeim efnum hafi skánað allnokkuð frá mánaðamótum, en þeir segjast hafa séð færri ökumenn vera að tala í síma án handfrjáls búnaðar en venja er. Vonandi mun það halda áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×