Hugsi yfir leynd hagsmunaskráningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira