Ölvunarakstur alþekktur í Kjósinni Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2018 16:14 Á kjördag hitti Bubbi einn sem mætti slompaður á kjörstað á bílnum til að kjósa. visir/anton Brink Bubbi Morthens greinir frá því á Facebooksíðu sinni að í Kjósinni, hvar hann býr, tíðkist það að tilteknir einstaklingar aki um drukknir undir stýri. Hann rekur þetta til meðvirkni.Allir vita um þetta „Í sveitinni tala allir um þetta og segja: Við verðum að gera eitthvað í þessu. Og sumir hafa sagt: Ja, við höfum talað við hann þennan og beðið hann að vera ekki að keyra drukkinn. En það hefur ekki dugað,“ segir Bubbi í allöngum pistli hvar hann segist óttast um sig og sína vegna þessa ástands; ölvunar- og hraðaksturs við heimili sitt. Bubbi segist ekki vilja nefna viðkomandi á nafn og hafnar því að það leiði til þess að allir í Kjósinni liggi undir grun um ölvunarakstur. Hann segist heldur ekki geta setið fyrir þeim sem þetta stunda. Og Bubbi nefnir nýlegt dæmi um nákvæmlega þetta sem hann tíundar í pistli sínum.Bubbi hitti slompaðan ökumann „Á kjördag hitti ég einn slompaðan komandi á bílnum til að kjósa. Og í meðvirkni minni lét ég það ógert að gera eitthvað í málinu.“Og svo sat ég heima og bölvaði sjálfum mér fyrir kjarkleysið. Bubbi bindur við það vonir að pistillinn leiði til þess að ættingjar og vinir þeirra sem þetta stunda grípi í taumana. „Kannski er ég að vona að allir sem lesa þetta og vita um fólk sem sest drukkið eða undir áhrifum undir stýri stöðvi viðkomandi. Ég get bara ekki lengur látið nægja að tala um þetta í eldhúsum í sveitinni. En út af því hvað þetta er lítið samfélag hér þá eru allir að drepast úr meðvirkni og á endanum er sá möguleiki að einhver slasist eða verði drepinn vegna þess að við erum of náin í þessu litla samfélagi.“ Lögreglumál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bubbi Morthens greinir frá því á Facebooksíðu sinni að í Kjósinni, hvar hann býr, tíðkist það að tilteknir einstaklingar aki um drukknir undir stýri. Hann rekur þetta til meðvirkni.Allir vita um þetta „Í sveitinni tala allir um þetta og segja: Við verðum að gera eitthvað í þessu. Og sumir hafa sagt: Ja, við höfum talað við hann þennan og beðið hann að vera ekki að keyra drukkinn. En það hefur ekki dugað,“ segir Bubbi í allöngum pistli hvar hann segist óttast um sig og sína vegna þessa ástands; ölvunar- og hraðaksturs við heimili sitt. Bubbi segist ekki vilja nefna viðkomandi á nafn og hafnar því að það leiði til þess að allir í Kjósinni liggi undir grun um ölvunarakstur. Hann segist heldur ekki geta setið fyrir þeim sem þetta stunda. Og Bubbi nefnir nýlegt dæmi um nákvæmlega þetta sem hann tíundar í pistli sínum.Bubbi hitti slompaðan ökumann „Á kjördag hitti ég einn slompaðan komandi á bílnum til að kjósa. Og í meðvirkni minni lét ég það ógert að gera eitthvað í málinu.“Og svo sat ég heima og bölvaði sjálfum mér fyrir kjarkleysið. Bubbi bindur við það vonir að pistillinn leiði til þess að ættingjar og vinir þeirra sem þetta stunda grípi í taumana. „Kannski er ég að vona að allir sem lesa þetta og vita um fólk sem sest drukkið eða undir áhrifum undir stýri stöðvi viðkomandi. Ég get bara ekki lengur látið nægja að tala um þetta í eldhúsum í sveitinni. En út af því hvað þetta er lítið samfélag hér þá eru allir að drepast úr meðvirkni og á endanum er sá möguleiki að einhver slasist eða verði drepinn vegna þess að við erum of náin í þessu litla samfélagi.“
Lögreglumál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent