„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 15:23 Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46