Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2018 15:15 Starfsemi leigufélaga á borð við Heimavelli og Almenna leigufélagið er langt því frá óumdeild en félögin eru bæði stórtæk á leigumarkaðnum og hafa hagnast mikið á útleigu íbúða. vísir/vilhelm Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. Félögin eru öll með sérstök leiguíbúðalán frá frá sjóðnum en í bréfinu sem sjóðurinn hefur sent er jafnframt kallað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða í þeirra eigu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi, eins og aðrir, fylgst með þróuninni á leigumarkaði en eins og fjallað hefur verið um hefur leiguverð hækkað mikið undanfarin ár. Þannig fjallaði Kjarninn um það í fréttaskýringu fyrir helgi hvernig ríkið, í gegnum Íbúðalánasjóð, væri stærsti lánveitandi leigufélagsins Heimavalla en starfsemi félagsins er langt því frá óumdeild. Heimavellir eiga um 2000 íbúðir sem leigðar eru út og hefur hagnast mikið á leigunni á sama tíma og mikill húsnæðisskortur hefur verið nánast um allt land. Sjá einnig:Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana „Við viljum bara ganga úr skugga um það að þær reglur sem gilda um þau lán sem sjóðurinn hefur veitt, að sé ekki verið að brjóta þær, því þarna eru vissulega félög sem hafa verið í fréttum sem eru með lán hjá sjóðnum,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Spurð að því hvernig reglurnar séu segir Anna að þeim félögum sem fá þessi lán sé óheimilt að ráðstafa arði út úr félaginu. Þá eigi þau að haga rekstrinum sínum á sem hagkvæmastan hátt og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. „Í því felst í raun og veru að það er ekki heimilt að ákvarða leigu eins hátt og mögulegt er. Það verður að gæta hófs í því,“ segir Anna.En hvað gerist ef leigufélögin verða uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum? „Ef við komumst að því að félögin eru ekki að fara eftir reglum þá gefum við þeim fyrst kost á að bæta þar úr en annars er heimild sjóðsins að hreinlega gjaldfella lánið,“ segir Anna. Tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna málsins má sjá hér.Uppfært klukkan 15:36:Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var farið með upplýsingar um hækkanir á leigu hjá Almenna leigufélaginu.Sagt var að leiga á íbúð hefði farið úr 105 þúsund krónum í 170 þúsund krónur, samkvæmt tölvupósti frá félaginu til leigutaka, en samkvæmt upplýsingum frá Almenna leigufélaginu urðu mannleg mistök þegar upphæðin var slegin inn í póstinn þar sem leiguverð fyrir viðkomandi íbúð nam 115 þúsund krónum með verðbótum og var verðið hækkað í 145 þúsund við gerð nýs samnings árið 2018.Að auki vill Almenna leigufélagið koma því á framfæri að það er ekki lántaki hjá Íbúðalánasjóði. Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. Félögin eru öll með sérstök leiguíbúðalán frá frá sjóðnum en í bréfinu sem sjóðurinn hefur sent er jafnframt kallað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða í þeirra eigu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi, eins og aðrir, fylgst með þróuninni á leigumarkaði en eins og fjallað hefur verið um hefur leiguverð hækkað mikið undanfarin ár. Þannig fjallaði Kjarninn um það í fréttaskýringu fyrir helgi hvernig ríkið, í gegnum Íbúðalánasjóð, væri stærsti lánveitandi leigufélagsins Heimavalla en starfsemi félagsins er langt því frá óumdeild. Heimavellir eiga um 2000 íbúðir sem leigðar eru út og hefur hagnast mikið á leigunni á sama tíma og mikill húsnæðisskortur hefur verið nánast um allt land. Sjá einnig:Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana „Við viljum bara ganga úr skugga um það að þær reglur sem gilda um þau lán sem sjóðurinn hefur veitt, að sé ekki verið að brjóta þær, því þarna eru vissulega félög sem hafa verið í fréttum sem eru með lán hjá sjóðnum,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Spurð að því hvernig reglurnar séu segir Anna að þeim félögum sem fá þessi lán sé óheimilt að ráðstafa arði út úr félaginu. Þá eigi þau að haga rekstrinum sínum á sem hagkvæmastan hátt og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. „Í því felst í raun og veru að það er ekki heimilt að ákvarða leigu eins hátt og mögulegt er. Það verður að gæta hófs í því,“ segir Anna.En hvað gerist ef leigufélögin verða uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum? „Ef við komumst að því að félögin eru ekki að fara eftir reglum þá gefum við þeim fyrst kost á að bæta þar úr en annars er heimild sjóðsins að hreinlega gjaldfella lánið,“ segir Anna. Tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna málsins má sjá hér.Uppfært klukkan 15:36:Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var farið með upplýsingar um hækkanir á leigu hjá Almenna leigufélaginu.Sagt var að leiga á íbúð hefði farið úr 105 þúsund krónum í 170 þúsund krónur, samkvæmt tölvupósti frá félaginu til leigutaka, en samkvæmt upplýsingum frá Almenna leigufélaginu urðu mannleg mistök þegar upphæðin var slegin inn í póstinn þar sem leiguverð fyrir viðkomandi íbúð nam 115 þúsund krónum með verðbótum og var verðið hækkað í 145 þúsund við gerð nýs samnings árið 2018.Að auki vill Almenna leigufélagið koma því á framfæri að það er ekki lántaki hjá Íbúðalánasjóði.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00