Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:00 Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00