16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. maí 2018 13:00 17 ára Whiteside í sínum fyrsta leik á HM 1982. vísir/getty Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. Whiteside var 17 ára og 41 degi betur er hann spilaði sinn fyrsta leik á HM á Spáni. Hann var þá enginn varamaður sem var tekinn með til þess að slá met. Whiteside fór beint í byrjunarliðið í fyrsta leik en hann hafði aðeins spilað tvö alvöru leiki í meistarflokki fyrir HM. Fyrsti leikurinn var gegn Júgóslövum og hinn ungi Whiteside fékk gult spjald í síðari hálfleik fyrir harða tæklingu. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Whiteside var aftur í liði Norður-Íranna fimm dögum síðar er það gerði jafntefli, 1-1, við Hondúras. Þau úrslit voru vonbrigði fyrir Írana enda þýddu þessu úrslit að liðið þurfti að vinna heimamenn frá Spáni í lokaleiknum til þess að komast áfram. Norður-Írarnir komu heiminum á óvart með því að vinna leikinn 1-0 með marki frá Gerry Armstrong. Í milliriðli gerðu Norður-Írar 2-2 jafntefli við Austurríki og svo steinlágu þeir, 4-1, gegn Platini og félögum í franska landsliðinu. Draumurinn um undanúrslit á HM dó þar hjá Whiteside og félögum.Whiteside var afar bráðþroska og er einnig yngsti leikmaðurinn til þess að skora í enska deildabikarnum sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við Man. Utd þegar hann varð 17 ára og varð fljótlega lykilmaður hjá United. Að sjálfsögðu varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Á næstu sjö árum spilaði hann 278 leiki fyrir félagið og skoraði 68 mörk. Maðurinn sem uppgötvaði Whiteside og fékk hann til Man. Utd var sá sami og fann George Best á sínum tíma. Var sífellt verið að bera landana saman. Meiðsli fóru snemma að gera Whiteside lífið leitt og meiðslin urðu til þess að hann spilaði sífellt minna og var seldur frá Man. Utd aðeins 24 ára gamall.Whiteside fagnar í bikarúrslitaleik með United. Þarna má sjá Gordon Strachan og Paul McGrath með honum.vísir/gettyEverton keypti leikmanninn og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hjálpaði Whiteside að semja við Everton. Hann gerði betri tveggja ára samning við Everton en hann hafði fengið undanfarin átta ár hjá United. Ferillinn var stuttur hjá Everton því eftir aðeins tvö ár þurfti hann að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Þá var hann aðeins 26 ára gamall. Hann fékk góðgerðarleik þar sem Man. Utd og Everton spiluðu en aðeins rúmlega 7.000 áhorfendur mættu á leikinn. Sorglegur endir á flottum ferli þar sem tveir bikarmeistaratitlar stóðu upp úr. Whiteside starfar í dag sem fótaðgerðarfræðingur. Hann er orðinn 53 ára gamall. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. Whiteside var 17 ára og 41 degi betur er hann spilaði sinn fyrsta leik á HM á Spáni. Hann var þá enginn varamaður sem var tekinn með til þess að slá met. Whiteside fór beint í byrjunarliðið í fyrsta leik en hann hafði aðeins spilað tvö alvöru leiki í meistarflokki fyrir HM. Fyrsti leikurinn var gegn Júgóslövum og hinn ungi Whiteside fékk gult spjald í síðari hálfleik fyrir harða tæklingu. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Whiteside var aftur í liði Norður-Íranna fimm dögum síðar er það gerði jafntefli, 1-1, við Hondúras. Þau úrslit voru vonbrigði fyrir Írana enda þýddu þessu úrslit að liðið þurfti að vinna heimamenn frá Spáni í lokaleiknum til þess að komast áfram. Norður-Írarnir komu heiminum á óvart með því að vinna leikinn 1-0 með marki frá Gerry Armstrong. Í milliriðli gerðu Norður-Írar 2-2 jafntefli við Austurríki og svo steinlágu þeir, 4-1, gegn Platini og félögum í franska landsliðinu. Draumurinn um undanúrslit á HM dó þar hjá Whiteside og félögum.Whiteside var afar bráðþroska og er einnig yngsti leikmaðurinn til þess að skora í enska deildabikarnum sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við Man. Utd þegar hann varð 17 ára og varð fljótlega lykilmaður hjá United. Að sjálfsögðu varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Á næstu sjö árum spilaði hann 278 leiki fyrir félagið og skoraði 68 mörk. Maðurinn sem uppgötvaði Whiteside og fékk hann til Man. Utd var sá sami og fann George Best á sínum tíma. Var sífellt verið að bera landana saman. Meiðsli fóru snemma að gera Whiteside lífið leitt og meiðslin urðu til þess að hann spilaði sífellt minna og var seldur frá Man. Utd aðeins 24 ára gamall.Whiteside fagnar í bikarúrslitaleik með United. Þarna má sjá Gordon Strachan og Paul McGrath með honum.vísir/gettyEverton keypti leikmanninn og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hjálpaði Whiteside að semja við Everton. Hann gerði betri tveggja ára samning við Everton en hann hafði fengið undanfarin átta ár hjá United. Ferillinn var stuttur hjá Everton því eftir aðeins tvö ár þurfti hann að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Þá var hann aðeins 26 ára gamall. Hann fékk góðgerðarleik þar sem Man. Utd og Everton spiluðu en aðeins rúmlega 7.000 áhorfendur mættu á leikinn. Sorglegur endir á flottum ferli þar sem tveir bikarmeistaratitlar stóðu upp úr. Whiteside starfar í dag sem fótaðgerðarfræðingur. Hann er orðinn 53 ára gamall.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30