Besti maður Nígeríu í gær fékk hrísgrjónapoka og mótorhjól í verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 09:30 William Ekong. Samsett mynd Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Sjá meira
Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Sjá meira