Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 19:23 Frá oddvitaumræðum um helgina. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Kosningar 2018 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Kosningar 2018 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira