Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:15 Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira