„Hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2018 15:30 Markús Máni var lengi atvinnumaður í handbolta og lék með íslenska landsliðinu. Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00
Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30
Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30
Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50
Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30