Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 14:49 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist telja að stemning sé fyrir alvöru breytingum í borgarstjórn. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46