Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 23:48 Gassama náði til drengsins á einungis nokkrum sekúndum. Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Frakkland Malí Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018
Frakkland Malí Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira