Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 16:08 Hér má sjá Boga Ágústsson óska eftir tölum frá Birni Davíðssyni í kosningasjónvarpinu. Skjáskot RÚV „Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara,“ segir Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hann sló heldur betur í gegn í kosningasjónvarpinu í gær þegar hann las upp tölur frá Ísafjarðarbæ í beinni útsendingu. Björn var klæddur í forláta Havaí-skyrtu og vakti uppátækið mikla athygli þar sem margir höfðu orð á klæðaburði Björns og skrifuðu skemmtilega um þetta fataval. Björn var þó alveg grunlaus um athyglina. Það var ekki fyrr en hann tók rölt á kosningaskrifstofur á Ísafirði sem honum var sagt frá því að hann hefði slegið í gegn. „Það voru margir sem vildu taka selfie af sér með mér, sem ég átti ekki von á, en ég fékk fljótt skýringar á því,“ segir Björn.Tropical stuðkveðjur frá Ibizafirði! #kosningar #bjössi pic.twitter.com/xip7grtsz5— Arnheiður (@arnheidur) May 27, 2018 Hann segist ekki óvanur að ganga í svona skyrtum frá degi til dags, sérstaklega á sumrin og það kemur fyrir að hann fari í þær á veturna. Björn ákvað að sýna fólki að um hefði verið að ræða fremur hógværa skyrtu úr fataskáp hans. Hann skellti sér því í mun skærari skyrtu á kosninganótt. „Og hún féll ekkert síður í kramið.“ Spurður hvort að það séu einhverjar reglur um klæðaburð þegar kemur að kjörstjórn segir hann svo vera, en það sé kveðið á um snyrtilegan klæðnað. „Að menn séu ekki í tættum klæðnaði eða mikið notuðum. Menn séu bara hreinlega snyrtilega klæddir, það er það sem er farið fram á.“ Hann tekur fram að það þurfi þó að huga vel að klæðnaði þegar atkvæði eru talin, því það getur gengið ansi mikið á. „Það er ekki gott að vera í fatnaði sem er of heitur og þá klæðir maður sig fyrst og fremst þægilega. Ég átti ekki von á þessu og gerði mér ekki grein fyrir að svona skyrta myndi vekja svo mikla athygli. Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt atvik,“ segir Björn.íbísafjörður sá vinsælasti kominn í sparigallann #kosningar #x18 pic.twitter.com/kWCTZ1AxHH— Herra Matthildur (@HrMatthildur) May 27, 2018 Hann rekur tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu á Vestfjörðum en hann var einn af þeim sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. Björn er ættaður úr Dýrafirði og er bróðir rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur. Hann segist kaupa skyrturnar á ferðalögum sínum erlendis. Hann hefur keypt þær til dæmis í Kanada og á Jamaíka og sá gríðarlegt úrval af þessum skyrtum í Japan en átti erfitt með að finna stærð sem passaði á hann þar því Japanir séu smærri í smíðum en hann. „Ég hef átt svona skyrtur hátt í tuttugu ár. Ég geng ekki í þeim dags daglega, í vinnu eða slíku, en ég nota þær samt sem áður töluvert,“ segir Björn. Hann á allt eins von á því að vera áfram í kjörstjórn í næstu kosningum og þá verður samskonar skyrta fyrir valinu.Fyrstu tölur frá Flórída. #kosningar18 pic.twitter.com/GhDJvilVFh— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) May 26, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28 Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira
„Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara,“ segir Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hann sló heldur betur í gegn í kosningasjónvarpinu í gær þegar hann las upp tölur frá Ísafjarðarbæ í beinni útsendingu. Björn var klæddur í forláta Havaí-skyrtu og vakti uppátækið mikla athygli þar sem margir höfðu orð á klæðaburði Björns og skrifuðu skemmtilega um þetta fataval. Björn var þó alveg grunlaus um athyglina. Það var ekki fyrr en hann tók rölt á kosningaskrifstofur á Ísafirði sem honum var sagt frá því að hann hefði slegið í gegn. „Það voru margir sem vildu taka selfie af sér með mér, sem ég átti ekki von á, en ég fékk fljótt skýringar á því,“ segir Björn.Tropical stuðkveðjur frá Ibizafirði! #kosningar #bjössi pic.twitter.com/xip7grtsz5— Arnheiður (@arnheidur) May 27, 2018 Hann segist ekki óvanur að ganga í svona skyrtum frá degi til dags, sérstaklega á sumrin og það kemur fyrir að hann fari í þær á veturna. Björn ákvað að sýna fólki að um hefði verið að ræða fremur hógværa skyrtu úr fataskáp hans. Hann skellti sér því í mun skærari skyrtu á kosninganótt. „Og hún féll ekkert síður í kramið.“ Spurður hvort að það séu einhverjar reglur um klæðaburð þegar kemur að kjörstjórn segir hann svo vera, en það sé kveðið á um snyrtilegan klæðnað. „Að menn séu ekki í tættum klæðnaði eða mikið notuðum. Menn séu bara hreinlega snyrtilega klæddir, það er það sem er farið fram á.“ Hann tekur fram að það þurfi þó að huga vel að klæðnaði þegar atkvæði eru talin, því það getur gengið ansi mikið á. „Það er ekki gott að vera í fatnaði sem er of heitur og þá klæðir maður sig fyrst og fremst þægilega. Ég átti ekki von á þessu og gerði mér ekki grein fyrir að svona skyrta myndi vekja svo mikla athygli. Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt atvik,“ segir Björn.íbísafjörður sá vinsælasti kominn í sparigallann #kosningar #x18 pic.twitter.com/kWCTZ1AxHH— Herra Matthildur (@HrMatthildur) May 27, 2018 Hann rekur tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu á Vestfjörðum en hann var einn af þeim sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. Björn er ættaður úr Dýrafirði og er bróðir rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur. Hann segist kaupa skyrturnar á ferðalögum sínum erlendis. Hann hefur keypt þær til dæmis í Kanada og á Jamaíka og sá gríðarlegt úrval af þessum skyrtum í Japan en átti erfitt með að finna stærð sem passaði á hann þar því Japanir séu smærri í smíðum en hann. „Ég hef átt svona skyrtur hátt í tuttugu ár. Ég geng ekki í þeim dags daglega, í vinnu eða slíku, en ég nota þær samt sem áður töluvert,“ segir Björn. Hann á allt eins von á því að vera áfram í kjörstjórn í næstu kosningum og þá verður samskonar skyrta fyrir valinu.Fyrstu tölur frá Flórída. #kosningar18 pic.twitter.com/GhDJvilVFh— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) May 26, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28 Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira
Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28