Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:36 Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er sannarlega búin að finna sína fjöl. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín á fjölmiðlum en hún er ofboðslega ánægð að vera komin á fullt í stjórnmálin og ætlar að láta gott af sér leiða og láta til sín taka fyrir hönd Akureyrar. „Mér finnst þetta æðislegt,“ mér finnst ég hafa lifnað við aftur. Það er erfitt að reka sjónvarpsstöð á Akureyri, svona fjárhagslega, en ég er svo mikil hugsjónakona fyrir jafnrétti og jöfnuði og þarna upplifi ég að ég fái að einbeita mér þar sem styrkleikinn liggur, án þess endilega að þurfa að selja auglýsingar,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. Samfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan. Hún hlaut 16,8% atkvæða og tryggði tvö sæti í bæjarstjórn. Hilda Jana og Dagbjört Elín Pálsdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf árin 2014-2018 og sá meirihluti heldur. Hilda Jana segir samstarfið hafa gengið vel og framundan ætli þessi sami meirihluti að ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Mér finnst það eðlilegt í ljósi niðurstöðu kosningarinnar. Hún sýnir að hann [meirihlutinn] hafi staðið sig ágætlega og hafi umboð til þess að halda áfram. Okkur finnst það allavega gefa augaleið að það sé vænlegur kostur,“ segir Hilda Jana. Að sögn Hildu Jönu hefur samstarfið gengið vel og að flokkar meirihlutans hafi lagt ríka áherslu á að vinna vel með minnihlutanum. Hún telur að það sé meginástæðan fyrir því að kosningabaráttan fyrir norðan hafi ekki verið hatrömm. Aukin krafa um íbúalýðræði og íbúasamráð hafi átt sinn þátt í því að efla samstarf allra flokka innan bæjarstjórnarinnar. „Þetta snýst ekki um að vera alltaf sammála heldur snýst þetta um að sýna virðingu, tala sig saman niður á niðurstöðu og taka tillit til hópa sem hafa aðrar skoðanir á sama tíma og þú selur ekki þína hugsjón,“ segir Hilda Jana sem hefur mun meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðanna heldur innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana segist vera full tilhlökkunar að hefja störf í bæjarstjórn Akureyrar.vísir/Pjetur Sigurðsson„Flokkarnir þyrftu að vera enn öflugri í landsmálunum að tala fyrir hönd svæðisins, það er kannski hin sanna barátta,“ segir Hilda. „Það er mín upplifun að það sé ákveðin gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Ég lít á þetta sem jafnréttismál,“ segir Jana sem segir landsbyggðirnar aðeins vilja sæti við borðið og fá sanngjarna meðferð. Hún segir að bæjarstjórnin þyrfti að taka höndum saman og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar. „Við erum að sjá stærri borgarstjórn þar sem allir eru á fullu kaupi við að sinna hagsmunum Reykjavíkur, augljóslega, það er þeirra hlutverk. Síðan erum við með þingheim þar við hliðina á þar sem margir þurfa að vera í Reykjavík til að tilheyra.“ Bæjarfulltrúar hjá sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins séu sjaldnast í fullu starfi og þurfi jafnvel að sinna fleiri störfum meðfram sveitarstjórnum. „Bæði sér maður fólk of oft brenna út í starfi, hætta og koma ekki aftur inn á næsta kjörtímabili og síðan það að hafa ekki fókus í annað en að reka bæjarfélagið. Það vantar innleggið í stóra samhenginu; að geta átt í samtali við ríkisvaldið, ráðuneytin, Samtök atvinnulífsins og svo framvegis. Þess vegna held ég að rödd landsbyggðanna skorti í almennri umræðu um Ísland.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er sannarlega búin að finna sína fjöl. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín á fjölmiðlum en hún er ofboðslega ánægð að vera komin á fullt í stjórnmálin og ætlar að láta gott af sér leiða og láta til sín taka fyrir hönd Akureyrar. „Mér finnst þetta æðislegt,“ mér finnst ég hafa lifnað við aftur. Það er erfitt að reka sjónvarpsstöð á Akureyri, svona fjárhagslega, en ég er svo mikil hugsjónakona fyrir jafnrétti og jöfnuði og þarna upplifi ég að ég fái að einbeita mér þar sem styrkleikinn liggur, án þess endilega að þurfa að selja auglýsingar,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. Samfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan. Hún hlaut 16,8% atkvæða og tryggði tvö sæti í bæjarstjórn. Hilda Jana og Dagbjört Elín Pálsdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf árin 2014-2018 og sá meirihluti heldur. Hilda Jana segir samstarfið hafa gengið vel og framundan ætli þessi sami meirihluti að ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Mér finnst það eðlilegt í ljósi niðurstöðu kosningarinnar. Hún sýnir að hann [meirihlutinn] hafi staðið sig ágætlega og hafi umboð til þess að halda áfram. Okkur finnst það allavega gefa augaleið að það sé vænlegur kostur,“ segir Hilda Jana. Að sögn Hildu Jönu hefur samstarfið gengið vel og að flokkar meirihlutans hafi lagt ríka áherslu á að vinna vel með minnihlutanum. Hún telur að það sé meginástæðan fyrir því að kosningabaráttan fyrir norðan hafi ekki verið hatrömm. Aukin krafa um íbúalýðræði og íbúasamráð hafi átt sinn þátt í því að efla samstarf allra flokka innan bæjarstjórnarinnar. „Þetta snýst ekki um að vera alltaf sammála heldur snýst þetta um að sýna virðingu, tala sig saman niður á niðurstöðu og taka tillit til hópa sem hafa aðrar skoðanir á sama tíma og þú selur ekki þína hugsjón,“ segir Hilda Jana sem hefur mun meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðanna heldur innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana segist vera full tilhlökkunar að hefja störf í bæjarstjórn Akureyrar.vísir/Pjetur Sigurðsson„Flokkarnir þyrftu að vera enn öflugri í landsmálunum að tala fyrir hönd svæðisins, það er kannski hin sanna barátta,“ segir Hilda. „Það er mín upplifun að það sé ákveðin gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Ég lít á þetta sem jafnréttismál,“ segir Jana sem segir landsbyggðirnar aðeins vilja sæti við borðið og fá sanngjarna meðferð. Hún segir að bæjarstjórnin þyrfti að taka höndum saman og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar. „Við erum að sjá stærri borgarstjórn þar sem allir eru á fullu kaupi við að sinna hagsmunum Reykjavíkur, augljóslega, það er þeirra hlutverk. Síðan erum við með þingheim þar við hliðina á þar sem margir þurfa að vera í Reykjavík til að tilheyra.“ Bæjarfulltrúar hjá sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins séu sjaldnast í fullu starfi og þurfi jafnvel að sinna fleiri störfum meðfram sveitarstjórnum. „Bæði sér maður fólk of oft brenna út í starfi, hætta og koma ekki aftur inn á næsta kjörtímabili og síðan það að hafa ekki fókus í annað en að reka bæjarfélagið. Það vantar innleggið í stóra samhenginu; að geta átt í samtali við ríkisvaldið, ráðuneytin, Samtök atvinnulífsins og svo framvegis. Þess vegna held ég að rödd landsbyggðanna skorti í almennri umræðu um Ísland.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03